Sviptur ökuleyfi á fyrsta degi

mbl.is/Júlíus

Sautján ára pilt­ur var tek­inn fyr­ir hraðakst­ur í Ártúns­brekku um tíu­leytið í gær­kvöld en bíll hans mæld­ist á 136 km hraða. Það sem ger­ir mál pilts­ins dá­lítið sér­stakt er sú staðreynd að öku­skír­teini hans var gefið út í gær en ungi maður­inn er ný­bú­inn að fagna 17 ára af­mæli sínu. Fyr­ir um­ferðarlaga­brot af þessu tagi er 75 þúsund króna sekt og svipt­ing öku­leyf­is í einn mánuð, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Tölu­vert var um hraðakst­ur á höfuðborg­ar­svæðinu á síðasta sól­ar­hring og voru tæp­lega fimm­tíu öku­menn tekn­ir fyr­ir þær sak­ir. Fleiri ung­ir pilt­ar komu þar við sögu en einn 18 ára var stöðvaður á Hafn­ar­fjarðar­vegi en bíll hans mæld­ist á 127 km hraða. Sami pilt­ur var tek­inn fyr­ir ámóta hraðakst­ur á Kringlu­mýr­ar­braut í síðasta mánuði. Þetta eru raun­ar ekki fyrstu um­ferðarlaga­brot pilts­ins en hann fékk bíl­próf síðasta sum­ar. Um haustið var hann svipt­ur öku­leyfi í þrjá mánuði en virðist lítið hafa lært af þeirri reynslu sé miðað við hátta­lag hans und­an­farið, að sögn lög­reglu.

Grófasta brotið í gær var hins­veg­ar framið á Vest­ur­lands­vegi en þar mæld­ist bíll tví­tugs karl­manns á 148 km hraða. Sá hef­ur áður verið staðinn að hraðakstri en þó ekk­ert í lík­ingu við þetta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert