1.195 hafa kosið utankjörfundar í Hafnarfirði

Utankjörfundaratkvæðagreiðslunni vegna álversstækkunarinnar lauk klukkan 16 í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar greiddu 1.195 manns atkvæði utankjörfundar. Atkvæðagreiðslan hófst þann 15. febrúar sl. en meirihluti atkvæðanna voru greidd í þessari viku.

Að sögn upplýsingafulltrúans þykir kosningaþátttakan utankjörfundar gefa vísbendingu um að kosningaþátttakan á morgun muni verða góð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert