Gæsluvarðhald vegna nauðgunarmáls staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ungur karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 9. maí en maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á salerni hótels í Reykjavík.

Þrír dómarar dæmdu í málinu í Hæstarétti og staðfestu tveir þeirra úrskurð héraðsdóms á þeirri forsendu, að fram væri kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi framið gróft brot og tilviljun ein virðist hafa ráðið því hver fyrir því varð.

Einn dómari, Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi hins vegar fella úrskurðinn úr gildi. Í sératkvæði hans segir að krafa lögreglu sé ekki studd við rannsóknarhagsmuni enda sé staða rannsóknarinnar þannig að ekki verði talið að maðurinn geti torveldað hana úr því sem komið er. Lögreglan styðjist eingöngu við sjónarmið um að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna.

Jón Steinar segir að samkvæmt fordæmum Hæstaréttar séu ströng skilyrði fyrir því að sakborningar verði látnir sæta gæsluvarðhaldi á þessum grundvelli og lögregla hafi ekki fært viðhlítandi rök fyrir þessari kröfu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert