Íbúar við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf

Hópur íbúa á bökkum Þjórsár sendi í gær íbúum Hafnarfjarðar bréf þar sem skorað er á þá að hugsa til fólksins austur í sveitum og hjálpa því að vernda Þjórsá. Segjast bréfritarar búa í sveitinni, sem leggi til rafmagnið í stækkun álversins í Straumsvík ef af verði.

Segir m.a. í bréfinu, að ef af virkjununum þremur í neðri hluta Þjórsár verði muni landslagi í og við ána verða umturnað. Engin rök hnígi í þá átt, að almennur stuðningur sé í sveitinni við þá framkvmd enda ólíklegt að nokkur kæri sig um jökullón nánast gutlandi upp á tröppur hjá sér ótilneyddur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert