Íbúar við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf

Hóp­ur íbúa á bökk­um Þjórsár sendi í gær íbú­um Hafn­ar­fjarðar bréf þar sem skorað er á þá að hugsa til fólks­ins aust­ur í sveit­um og hjálpa því að vernda Þjórsá. Segj­ast bréf­rit­ar­ar búa í sveit­inni, sem leggi til raf­magnið í stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík ef af verði.

Seg­ir m.a. í bréf­inu, að ef af virkj­un­un­um þrem­ur í neðri hluta Þjórsár verði muni lands­lagi í og við ána verða um­turnað. Eng­in rök hnígi í þá átt, að al­menn­ur stuðning­ur sé í sveit­inni við þá fram­kvmd enda ólík­legt að nokk­ur kæri sig um jök­ullón nán­ast gutlandi upp á tröpp­ur hjá sér ótil­neydd­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert