Kostnaður hins opinbera vegna hvalveiða 748,8 milljónir króna

Frá hvalskurði
Frá hvalskurði mbl.is/Ómar Óskarsson

Samanlagður kostnaður hins opinbera vegna hvalveiða á tímabilinu 1990-2006 nemur 748,8 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Þorsteinn Siglaugsson, rekstrarhagfræðingur hefur unnið fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fundm for Animal Welfare (IFAW) um kostnað ríkisins vegna hvalveiðistefnu stjórnvalda á tímabilinu 1990 - 2006. Þar með talinn kostnað sem hefði ekki fallið til hefðu íslensk stjórnvöld ekki stefnt að endurupptöku hvalveiða.

Kostnaðurinn er hér sem segir:
Heildarkostnaður vegna hvalveiða í vísindaskyni nam 235 milljónum í lok árs 2006.

Kostnaður vegna almannasamskipta nam 196,9 milljónum í árslok 2006.

Kostnaður vegna ársgjalda vegna aðildar að Alþjóðahvalveiðiráðinu og Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu nam 168 milljónum að síðasta ári meðtöldu.

Annar kostnaður er metinn á 149 milljónir króna.

Til samanburðar er má nefna að kostnaður hins opinbera af markaðsstarfi vegna útflutnings á lambakjöti, einkum í Bandaríkjunum, nam 351 milljón króna í lok 2006 á verðlagi þess árs. Þetta eru um það bil 47% af kostnaði vegna hvalveiðistefnu stjórnvalda, að því er fram kemur á vef Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Nánar er fjallað um skýrslu Þorsteins á vef Náttúrverndarsamtaka Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert