Lið Menntaskólans í Reykjavík höfðu betur í spurningakeppninni Gettu Betur eftir æsispennandi viðureign við lið Menntaskólans í Kópavogi þar sem bráðabana þurfti til að skera úr um hvort liðið færi með sigur af hólmi. MR-ingum tókst að jafna með því að svara þríþrautinni svonefndu rétt og fá 3 stig og þeir svöruðu síðan tveimur fyrstu spurningunum í bráðabana rétt og stóðu uppi sem sigurvegarar.