Síminn kominn með tíðniheimild fyrir þriðju kynslóð farsíma

Póst og Fjarskiptastofnun veitti Símanum í dag heimild til notkunar á tíðnisviði til uppbyggingar og reksturs þriðju kynslóðar farsímanets, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Síminn stefnir að því að vera kominn í rekstur á kerfinu á höfuðborgarsvæðinu í lok sumars.

Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans sagðist afar ánægður með niðurstöðuna og að fullur undirbúningur væri hafinn við uppsetningu búnaðar á höfuðborgarsvæðinu. “Það eru spennandi tímar framundan fyrir Símann og viðskiptavini okkar. Við teljum markaðinn vera tilbúinn fyrir þá möguleika sem háhraða farsímanet getur boðið upp á og hlökkum til að þróa lausnir okkar áfram í samvinnu við þarfir og óskir markaðarins.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert