Þakkar selspiki langlífi

Árný Þórðardóttir húsfreyja í Másseli í Jökulsárhlíð
Árný Þórðardóttir húsfreyja í Másseli í Jökulsárhlíð
Jök­uls­ár­hlíð

Árný Þórðardótt­ir, hús­freyja í Má­seli í Jök­uls­ár­hlíð, varð 100 ára í gær. Árný er vel ern, geng­ur til allra heim­il­is­starfa og held­ur sjón og heyrn und­ur­vel.

Árný fædd­ist í Reykja­vík 29. mars 1907 og voru for­eldr­ar henn­ar Þórður Bjarna­son og Guðfinna Kristjana Magnús­dótt­ir. Við tveggja ára ald­ur var Árný tek­in í fóst­ur til hjón­anna Sveins og Ingi­leif­ar í Fagra­dal í Vopnafirði og þar ólst hún upp. Árný flutti árið 1944 í Más­sel með eig­in­manni sín­um Þór­arni Guðjóns­syni, en hann lést fyr­ir 11 árum. Þau eignuðust átta börn, sem öll eru á lífi; Svan­hvíti, Mar­gréti Jónu, Guðleif Svein, Guðna, Þórð, El­ín­borgu, Elsu og Sunnu. Árný var að heim­an á af­mæl­is­dag­inn. Hún þakk­ar lang­lífið því að hafa snætt mikið af sel­spiki á unga aldri í Fagra­daln­um, sem og iðju­semi frá blautu barns­beini.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka