Umferðarátak lögreglunnar

Lögreglan í Reykjavík stoppaði umferð og athugaði með ástand ökumanna.
Lögreglan í Reykjavík stoppaði umferð og athugaði með ástand ökumanna. Júlíus Sigurjónsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var með um­ferðarátak seint í gær­kvöldi. Um 400 öku­menn voru stöðvaðir með til­liti til akst­urs þeirra. Lög­regl­an tók sér stöðu ann­ars veg­ar á Skóla­vörðuholt­inu og hins­veg­ar við Kópa­vogs­læk­inn á milli klukk­an 11 og 02. Fjór­ir öku­menn voru kærðir fyr­ir ölv­unar­akst­ur, tveir fyr­ir lyfja- og/​eða fíkni­efna­notk­un og sex aðrir voru látn­ir hætta akstri þar sem þeir höfðu neytt áfeng­is og þóttu nærri mörk­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert