Umferðarátak lögreglunnar

Lögreglan í Reykjavík stoppaði umferð og athugaði með ástand ökumanna.
Lögreglan í Reykjavík stoppaði umferð og athugaði með ástand ökumanna. Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með umferðarátak seint í gærkvöldi. Um 400 ökumenn voru stöðvaðir með tilliti til aksturs þeirra. Lögreglan tók sér stöðu annars vegar á Skólavörðuholtinu og hinsvegar við Kópavogslækinn á milli klukkan 11 og 02. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur, tveir fyrir lyfja- og/eða fíkniefnanotkun og sex aðrir voru látnir hætta akstri þar sem þeir höfðu neytt áfengis og þóttu nærri mörkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka