Áskrift að Stöð 2 hækkar um allt að 9% nú um mánaðamótin að því er fram kom í fréttum Útvarpsins. Áskriftin er 2,5% dýrari nú en hún var áður en virðisaukaskatturinn lækkaði.
Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, sagði við Útvarpið að hækkunin hefði verið óumflýjanleg vegna hækkunar á innkaupsverði erlends efnis, aukinnar innlendrar dagskrárgerðar og launahækkana.
Áskrift að Stöð 2 kostar nú 5390 krónur en var 5120 krónur og hækkaði um 5%. Svonefnd M12 áskrift kostar 5151 krónur en var 4695 krónur og hækkaði um 9%.