Fylkingar í Hafnarfirði eru nánast jafnar samkvæmt fyrstu tölum úr íbúakosningu um deiliskipulagstillögu, sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Þegar búið var að telja 5950 atkvæði af samtals 12.752 höfðu 3000 greitt atkvæði gegn skipulagstillögunni en 2950 voru henni fylgjandi. Kjörsókn var 76,6% en alls greiddu 11.557 atkvæði á kjörstað og 1195 utan kjörstaðar. Á kjörskrá voru 16.648 manns. Búist er við endanlegum tölum eftir klukkan 22 í kvöld.