Lögreglan á Suðurnesjum fékk í nótt tilkynningu um að hópslagsmál væru fyrir utan skemmtistaðinn Yello en þar hafði Íslendingum og Pólverjum lent saman. Slagsmálin voru yfirstaðin þegar lögregla kom á vettvang en talsverður hiti var í mönnum að því er kemur fram á fréttavef lögreglunnar.
Rétt fyrir klukkan þrjú var lögregla send að að heimili í Vogunum en þar hafði unglingapartí farið úr böndunum. Að sögn lögreglu gekk vel að koma unglingunum þar út.
Rétt fyrir miðnætti var einn ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Sandgerðisvegi en hann mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 km.