Kosið um framtíð álversins í Hafnarfirði

Tölvugerð mynd af stækkuðu álveri.
Tölvugerð mynd af stækkuðu álveri.

Í dag greiða Hafn­f­irðing­ar at­kvæði með eða á móti stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík. Að sögn bæj­ar­yf­ir­valda í Hafnar­f­irði hef­ur kosn­ing­in farið vel af stað en hún hófst kl. 10, og hef­ur um­ferðin dreifst jafnt yfir kjörstaðina þrjá. Kl. 11 voru 1.057 bún­ir að kjósa. 1.195 voru bún­ir að kjósa utan­kjör­fund­ar, en utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslunni lauk kl. 16 í gær. 16.648 eru á kjör­skrá í Hafnar­f­irði.

Bú­ist er við afar tví­sýn­um og spenn­andi kosn­ing­um. Sam­kvæmt ákvörðun bæj­ar­stjórn­ar verður niðurstaðan bind­andi og mun ráð því hvort fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­laga, sem er samþykkt til aug­lýs­ing­ar, verði sett í aug­lýs­ingu sam­kvæmt skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­um.

Þá verður í fyrsta sinn í kosn­ing­un­um not­ast við ra­f­ræna kjör­skrá, sem þýðir að kjós­end­ur eru ekki leng­ur bundn­ir af kjör­deild­um held­ur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til þess að kjósa.

Hægt er að greiða at­kvæði í Áslands­skóla, Íþrótta­hús­inu við Strand­götu og í Víðistaðaskóla. Kjör­fund­ur hófst sem fyrr seg­ir kl. 10 og stend­ur hann kl. 19, en þá verða fyrstu töl­ur birt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert