Ný reiðhöll, sem Hestamannafélagið Stormur á Vestfjörðum hefur staðið fyrir byggingu á, var tekin í notkun í dag. Þessi hestamiðstöð Vestfjarða hlaut nafnið Knapaskjól og er fyrir utan Þingeyri við Dýrafjörð.
Margt manna mætti á opnunarhátíðina, fyrir utan heimamenn og aðra Vestfirðinga. Meðal gesta voru Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, Einar Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.