Páskaeggjaleit á Ægisíðunni

Verið var að mála andlit nokkurra krakka sem voru í …
Verið var að mála andlit nokkurra krakka sem voru í páskaeggjaleit á Ægissíðunni þegar ljósmyndara bar þar að garði. mbl.is/Brynjar Gauti

Félag Sjálfstæðismanna í Nes og Melahverfi efnir í dag til árlegrar páskaeggjaleitar á Ægisíðunni við grásleppuskúrana. Leitin hófst nú klukkan tvo og er leitað að eggjum sem eru með fagurlega skreyttum límmiðum. Þetta er níunda sinn sem leitað er að páskaeggjum Ægisíðunni.

Öll börn sem taka þátt í leitinni fá súkkulaðiegg frá Nóa-Siríusi og þá eru leiktæki á staðnum.

Keppt verður í húlahoppi og eru verðlaun fyrir bestan árangur í því og þá verður boðið upp á andlitsmálun, enda ekki verra að vera fagurlega skreyttur við leitina líkt og eggin.

Það er fjör á Ægisíðunni í dag.
Það er fjör á Ægisíðunni í dag. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert