Samkeppniseftirlit brást segir fyrrum forsvarsmaður Iceland Express

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is

Sigurður sagði að kæran hefði verið send inn í febrúar 2004 og hefði þá verið farið fram á að kveðinn yrði upp bráðabirgðaúrskurður, sem heimilt væri að gera samkvæmt samkeppnislögum. Á þeim tíma hefði verið látið að því liggja að það gæti orðið en úrskurðurinn væri fyrst að koma núna. Þar væri í öllum aðalatriðum fallist á sjónarmið Iceland Express. "Úrskurðurinn er rúmum þremur árum of seint á ferðinni, því það er alveg skýrt að við misstum þetta félag vegna þess að samkeppnisyfirvöld voru ekki í stakk búin til þess að taka á málinu á þeim tíma," sagði Sigurður.

Hann sagði að það væri ekki spurning að þáverandi eigendur félagsins hefðu misst eignarhald á félaginu haustið 2004 vegna þeirra samkeppnishindrana sem Icelandair hefði beitt. "Það er tvennt sem stendur upp úr í þessum efnum. Annars vegar ber þetta auðvitað ekki vott um skilvirka stjórnsýslu. Hins vegar er spurning hvort Icelandair varð ekki að ósk sinni, því þeir fengu inn í Iceland Express aðila sem hættu að keppa við þá," sagði hann einnig. Hann benti jafnframt á aðspurður að þeir sem réðu Iceland Express væru fyrrverandi stjórnarmenn í Icelandair og það sæist í verðinu að sú samkeppni sem hefði verið í gangi væri ekki lengur fyrir hendi.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert