Stangveiðin hefst á morgun

Silungsveiði hefst á morgun.
Silungsveiði hefst á morgun. mbl.is/Einar Falur

Stangveiðitímabilið hefst á morgun. Veiðimenn taka þá að egna fyrir sjóbirting í ýmsum ám, einkum sunnanlands og vestan. Þá hefst einnig veiði í nokkrum silungavötnum. Veiðimenn sem hefja veiðar í kunnum sjóbirtingsám í Vestur-Skaftafellssýslu, svo sem Tungufljóti, Geirlandsá og Vatnamótum, sem og Varmá við Hveragerði, mega búast við einhverjum vatnavöxtum í kjölfar mikillar úrkomu sem spáð er í dag. Aðrar ár, eins og Tungulækur í Landbroti, eru meiri lindár og vaxa því síður.

Meðal annarra veiðisvæða á Suðurlandi sem verða opnuð á morgun eru Steinsmýrarvötn, Minnivallalækur, Ytri-Rangá neðan Ægissíðufoss, Brúará og flest svæði í Soginu.

Á Vesturlandi hefst veiði í Grímsá, Hítará, Andakílsá og Hraunsfirði. Fyrir norðan verður Litlaá í Kelduhverfi opnuð og á höfuðborgarsvæðinu hefst veiði í Vífilstaðavatni, sem verður sífellt vinsælla meðal vorveiðimanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert