Ungir jafnaðarmenn vilja að allir Íslendingar verði viðurkenndir

Ung­ir jafnaðar­menn, ungliðahreyf­ing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, telja það mik­il von­brigði að frum­varpi til laga um ís­lenska tákn­málið hafi ekki verið af­greidd sem lög á nýliðnu þingi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá hreyf­ing­unni.

Þar seg­ir jafn­framt að það að alþing­is­menn geti ekki viður­kennt ís­lenska tákn­málið sem fyrsta mál heyrn­ar­lausra, heyrn­ar­skertra og dauf­blindra Íslend­inga sé til skamm­ar fyr­ir land og þjóð. Þannig hafi ráðamenn þjóðar­inn­ar kosið að hundsa þenn­an þjóðfé­lags­hóp með því að rjúfa ekki þá ein­angr­un sem hef­ur heft hóp­inn í lang­an tíma. Frum­varp þetta sé stórt skref í átt að bætt­um lífs­kjör­um þess hóps sem tal­ar ís­lenskt tákn­mál. „Það er von Ungra jafnaðarmanna að á kom­andi kjör­tíma­bili hugi Alþingi að þessu mik­il­væga máli sem oft­ar en ekki verður und­ir í umræðunni. Ung­ir jafnaðar­menn vilja viður­kenna rétt allra Íslend­inga,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert