Suðvestlæg átt hefur verið á landinu í morgun, yfirleitt 10-15 m/s. Það er skýjað og víða lítilsháttar væta, en léttskýjað norðaustanlands. Klukkan 6 var hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Seyðisfirði. Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri í dag en að smám saman dragi úr vindi og vætu. Aftur fer þó að rigna vestantil á morgun. Hiti verður 5 til 12 stig, hlýjast norðaustan til.