Fleiri óbreyttir borgarar falla í Írak

Öryggisgæslan í Bagdad hefur verið efld en þrátt fyrir það …
Öryggisgæslan í Bagdad hefur verið efld en þrátt fyrir það féllu fleiri óbreyttir borgarar í Írak í mars miðað við fyrri mánuð. AP

Þeim óbreyttu borgurum sem hafa fallið í átökunum í Írak fjölgaði um 13% í síðasta mánuði þrátt fyrir að öryggisgæsla hafi verið hert í Bagdad. Þetta kemur fram í upplýsingum frá íröskum yfirvöldum sem áætla fjölda þeirra óbreyttra borgara sem hafa látist um allt land.

Nokkur ráðuneyti safna gögnunum saman og samkvæmt þeim létust 1.861 Íraki í mars miðað við 1.645 í febrúar.

Fréttaskýrandi BBC í Bagdad segir að svo virðist sem að uppreisnarmenn hafi ákveðið að beina sjónum sínum að stöðum fyrir utan höfuðborgina þar sem öryggisgæslan hefur verið efld til muna.

Bandarískir embættismenn segja að ofbeldisverkum í borginni hafi fækkað um 25% síðan aðgerðirnar hófust.

Í dag sprungu tvær sprengjur í vöruflutningabifreiðum í borginni Mosul í norðurhluta Íraks. 15 slösuðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert