Sekt vegna vindgangs

Lögreglumenn á Suðurnesjum, sem voru á eftirlitsferð í Reykjanesbæ laust eftir miðnættið í nótt, veittu athygli bíl, sem var ekið frá hafnarsvæðinu áleiðis inn á Víkurbraut. Farþegi í framsætinu hafði tyllt sér á gluggapóst bílsins og baðaði út höndunum á meðan bíllinn var á ferð.

Lögreglumennirnir stöðvuðu akstur bílsins og fengu þá skýringu að farþegi í aftursæti bifreiðarinnar hefði leyst vind með þeim afleiðingum að farþeginn í framsætinu sá sér ekki fært að vera inni í bílnum á meðan og brá því á þetta ráð til að fá sér ferskt loft.

Lögreglan segir, að farþeginn muni eiga von á sekt fyrir að vera ekki í öryggisbelti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka