Stálu númeraplötum af lögreglubílum

Óprúttn­ir aðilar gerðu sér lítið fyr­ir og stálu núm­era­plöt­un­um af tveim­ur lög­reglu­bíl­um fyr­ir utan lög­reglu­stöðina á Sauðár­króki í nótt. Að sögn lög­reglu er ekki vitað hverj­ir voru að verki. Lög­reglu­menn­irn­ir voru ný­komn­ir inn úr eft­ir­liti um klukk­an fjög­ur í nótt þegar þjóf­arn­ir létu til skar­ar skríða. Lög­regl­an er búin að út­vega sér ný núm­er og tek­ur fram að þótt ótrú­legt megi virðast þá sé ekki um aprílgabb að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert