Hæstiréttur hefur dæmt Alcan á Íslandi til að greiða starfsmanni 1,6 milljónir króna í bætur vegna slyss, sem maðurinn varð fyrir við sína í einum af kerskálum álversins Straumsvík árið 2001.
Maðurinn var á leið á reiðhjóli austur svokallaðan hliðargang og beygði til vinstri áleiðis inn á miðgang þegar hann lenti í árekstri við lyftara sem ekið var austur þann gang.
Hæstiréttur segir að ökumanni lyftarans hafi borið að virða stöðvunarskyldu fyrir umferð sem kom þvert á akstursstefnu hans. Var því talið að hann bæri meginsök á slysinu. Reyðhjólamanninum hafi þó borið að gæta sérstakrar varúðar er hann hjólaði inn á miðganginn og var hann því látinn bera einn þriðja hluta tjóns síns sjálfur.
Samkvæmt matsgerð dómkvaddra matsmanna taldist sannað að hluta af heilsufarseinkennum mannsins mætti rekja til umrædds slyss og vísar Hæstiréttur til þess, að þeirri matsgerð hafi ekki verið hnekkt. Varanleg örorka mannsins vegna slyssins er 10% og varanlegur miski 10%.