Alcan: Niðurstöður kosninganna í Hafnarfirði skoðaðar

Álver Alcan í Straumsvík
Álver Alcan í Straumsvík mbl.is/Sverrir

Alcan sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið þakkar þeim stóra hluta íbúa Hafnarfjarðar og starfsmönnum fyrirtækisins stuðninginn við stækkun álversins í Straumsvík. Þá segir í tilkynningunni að niðurstöður kosninganna í Hafnarfirði um stækkun álversins verði skoðaðar nákvæmlega og möguleg áhrif niðurstöðunnar á framtíð álversins metin.

Vitnað er í Michel Jacques, forstjóra Alcan Primary Metal Group, sem segir Alcan ætla að skoða alla mögulega valkosti.

Þá segir Jean-Philippe Puig, forstjóri Alcan Primary Metal í Evrópu og Kamerún að fyrirtækið sé stolt af 40 ára samstarfi sínu við samfélagið á Íslandi og að áfram verði unnið í samstarfi við það að því að tryggja ÍSAL og hluthöfum þess betri framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka