Brotist inn í fjallaskála

Brotist var inn í fjóra fjallaskála við Tjaldafell í síðustu viku en ekki er talið að neinu hafi verið stolið. Farið var inn í skálana með því að spenna upp glugga með kúbeini. Innbrotin hafa átt sér stað frá því seint á sunnudag 25. mars þar til að morgni miðvikudagsins 28. mars.

Fótspor sáust í snjónum við skálana og för eftir tvo sleða. Eigandinn kom að húsunum um kl. 10 á miðvikudagsmorgun. Á leið sinni að fjallakofunum hafði hann og félagar hans séð til tveggja manna á vélsleðum sunnan við Skjaldbreið.

Lögregla biður þá sem vita eitthvað um málið að hafa samband í síma 480 1010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert