Tveir starfsmenn Olís á Reyðarfirði hafa verið ákærðir vegna mengunarslyssins í sundlauginni á Eskifirði þann 27. júní í fyrra og var málið þingfest í Héraðsdómi Austurlands í dag. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að mennirnir eru ákærðir fyrir almannahættubrot en 45 manns urðu fyrir eitrunaráhrifum.
Stöðvarstjóra Olís er gefið að sök að hafa afgreitt 1000 lítra tank af ediksýru sem var merktur 80% ediksýra í stað 1000 lítra af 15% klórlausn sem átti að dæla í klórtank sundlaugarinnar. Honum er einnig gefið að sök að hafa gefið undirmanni sínum fyrirmæli um að fara með tankinn og dæla innihaldi hans á klórtank sundlaugarinnar.
Undirmaðurinn er ákærður fyrir að hafa fullkomnað verknaðinn með því að dæla 200 lítrum af ediksýrunni í klórtankinn án þess að ganga úr skugga um hvort í honum væri klórlausn. Þetta hafi leitt til þess að ediksýran hafi blandast 300 lítrum af klórlausn sem fyrir voru í klórtankinum og við það myndaðist hin eitraða lofttegund klórgasþ