Nýtt skip til Vestmannaeyja

Gullberg í innsiglingunni í Eyjum í morgun.
Gullberg í innsiglingunni í Eyjum í morgun. mbl.is/Sigurgeir

Nýtt skip, Gullberg VE, kom til Vestmannaeyja í morgun. Skipið var smíðað í Noregi árið 2000 en Ufsaberg ehf. sem gerir Gullberg út, keypti skipið frá Ástralíu og hefur það verið endurbætt töluvert í Danmörku. Ufsaberg gerði áður út uppsjávarskip með sama nafni.

Fyrirhugað er að tólf manna áhöfn verði á skipinu og er fyrir löngu búið að fylla þær stöður sem eru til staðar. Í skipinu eru mjög góðar íbúðir fyrir 15 manns og sturta og salerni í hverjum klefa. Þá er skipið vel búið tækjum og í fyrra var sett í það veiðafærastýring fyrir 30 milljónir og ekkert annað skip með slík tæki á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert