Þörf á skýrum reglum

Engum blöðum er um það að fletta að atkvæðagreiðsla íbúa um afmörkuð mál á aukinn hljómgrunn. Í kosningu um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001 var kosningaþátttakan 37,2%.

Í íbúakosningu á Seltjarnarnesi um skipulag á Hrólfsskálamel 2005 var 52% þátttaka. Í álverskosningunni um liðna helgi var kjörsókn 77%. Margir eru þó þeirrar skoðunar að setja þurfi skýrar reglur um íbúakosningar, bæði um framkvæmdina og ekki síður hverjir eigi þátttökurétt í þeim. Málsmeðferð er undir hverju sveitarfélagi komin, að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild HÍ, telur að eðlilegt sé þegar kosningar af þessu tagi eru haldnar sem liður í ákvörðunum sveitarfélaga og stjórnvalda, hvort sem þær eru fyrir landið allt eða staðbundnar, að almennar reglur gildi, m.a. um í hvaða tilvikum slíkar kosningar eru haldnar og að tekin verði afstaða til þess hvort þær eigi að vera ráðgefandi eða bindandi.

Nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka