Yfirlýsing frá Pálma Haraldssyni

Pálmi Haraldsson, kaupsýslumaður, segir í yfirlýsingu að fulltrúar stofnenda Iceland Express hafi orðið uppvísir að lygum í fjölmiðlum landsins sl. daga. Ítrekar hann að vankunnátta fyrrum stjórnenda félagsins hafi verið orsök þess hve félagið var orðið illa sett þegar það var selt.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

    Fulltrúar stofnenda Iceland Express hafa orðið uppvísir að lygum í fjölmiðlum landsins sl. daga. Ólafur Hauksson talsmaður hópsins hefur orðið að éta ofan í sig þá fullyrðingu sína að stofnendur félagsins hafi selt það á 15 milljónir til mín og Jóhannesar Kristinssonar, þegar staðreyndin var sú að stofnendur félagsins fengu á annað hundrað milljónir í sinn vasa fyrir stofnframlag sitt, sem var í kringum 8 milljónir. Stofnendur félagsins fengu því upphafshlutafé sitt ca. 17-falt til baka, eftir að ég og Jóhannes björguðum því frá gjaldþroti haustið 2004. Jafnframt komust stofnendurnir hjá þeirri skömm að þurfa að horfa framan í tugþúsundir Íslendinga og útskýra fyrir þeim að farmiðarnir, sem búið var að selja saklausu fólki, væru verðlausir og engin flug yrðu flogin.

    Almennt á maður ekki að standa í opinberu orðaskaki við slíka menn, sem verða uppvísir að hreinum ósannindum. Þar sem þessir aðilar halda áfram í dag að senda mér tóninn í fjölmiðlum, verður vart orða bundist.

    Nú reynir hinn ,,snjalli" almannatengslamaður, Ólafur Hauksson, að kasta málinu á dreif og segir að ég beri persónulega ábyrgð á því að þeir hafi misst félagið, þegar þeirra eigin vankunnátta var orsök þess.

    Þessir aðilar vilja gera lítið úr þeirri staðreynd að félagið hafi verið í vanskilum með vörsluskatta og með öllu gjaldþrota. Hversu léttvægt sem Ólafi Haukssyni kann að þykja að standa í vanskilum með opinbert fé, er slíkt litið alvarlegum augum af hálfu dómstóla. Það sýnir hins vegar betur en margt hvernig þessir menn umgengust félagið að á sama tíma og vanskil á vörslufé hlóðust upp, stóð hluti þessara aðila í persónulegri skuld við félagið.

    Í frekari orðahnippingum á opinberum vettvangi mun ég ekki standa við þessa menn, enda takmörk fyrir því hversu langt maður er tilbúinn í að teygja sig niður á við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka