Flutningabíll ók á hurðir Oddsskarðsganga

Talsverðar skemmdir urðu á Oddsskarðsgöngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í morgun þegar flutningabíl frá Hringrás var ekið gegnum göngin.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegaferðinni lenti bíllinn fyrst á hurð ganganna Norðfjarðarmegin og síðan einnig hurðinni Eskifjarðarmegin. Þá kræktist farmur bílsins í einangrun í göngunum og net sem heldur henni fastri og skemmdi á stórum kafla en göngin eru um hálfur kílómetri að lengd.

Málinu var vísað til lögreglu. Vegagerðin hefur beðið ökumenn, sem fara um göngin, að sýna tillitssemi vegna fyrirsjáanlegra tafa á umferð á meðan viðgerð fer fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert