Íslandshreyfingin - lifandi land hefur nú birt stefnuyfirlýsingu flokksins á heimasíðu hans, islandshreyfingin.is, og segir þar meðal annars að hreyfingin vilji framsækið, skapandi og réttlátt samfélag þar sem frelsi einstaklingsins, samábyrgð, menntun og sjálfbærni tryggja lífsgæði fólksins.
Lögð er áhersla á að friða miðhálendið, stöðva frekari stóriðju og að staðið sé við alþjóðasamninga í umhverfismálum. „Landsins gæði eru auðlindir sem þarf að nýta af ábyrgð og framsýni, svo komandi kynslóðir geti einnig notið þeirra,“ segir í stefnuyfirlýsingunni.
Stefnuyfirlýsing Íslandshreyfingarinnar