TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin á slysstað norðan við Stokköldu, á móts við Rauðkoll, þar sem vélsleðamaður slasaðist fyrr í dag. Talið er að maðurinn hafi farið fram af hengju og sé slasaður á baki. Þungt færi er á hálendinu og lélegt skyggni og vill slysavarnafélagið brýna fyrir ferðamönnum að sýna varkárni. Frekari upplýsingar af líðan mannsins er ekki að fá að svo stöddu.