Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Landhelgisgæslan

Björgunarsveitir voru kallaðar út nú síðdegis til að sækja vélsleðamann sem er slasaður í Hágöngum á hálendinu. Sleðasveitir frá Hellu og Hvolsvelli hafa verið kallaðar út en þær voru á leið úr Nýjadal og áttu stutt eftir í Vegenda samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út þar sem talið er að maðurinn sé slasaður á baki.

Þungt færi er á hálendinu og lélegt skyggni og vill slysavarnafélagið brýna fyrir ferðamönnum að sýna varkárni. Talið er að maðurinn hafi farið fram af hengju, en ekki er vitað hvort hann er alvarlega slasaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert