Hæg austlæg eða breytileg átt var á landinu í morgun, skýjað og sums staðar snjókoma eða él suðaustan- og austanlands. Frostlaust var syðst en annars allt að 9 stiga frost. Veðurstofan spáir norðaustlægri átt, víða 3-8 metrum á sekúndu. Skýjað verður með köflum og dálítil él austantil. Frost verður 0 til 8 stig, en 0 til 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu að deginum.
Á morgun gengur í austan 8-15 metra á sekúndu á morgun, en 15-20 syðst. Slydda og síðar rigning verður syðra, en dálítil snjókoma fyrir norðan síðdegis. Spáð er þó heldur hlýnandi veðri.