Hjólaði niður lögreglumann

Karl­maður var hand­tek­inn í Fella­hverfi í dag eft­ir að hann hjólaði niður lög­reglu­mann með þeim af­leiðing­um að hann hand­leggs­brotnaði. Kona sem áður hef­ur kvartað und­an mann­in­um hringdi um níu í morg­un og kvartaði und­an því að hann væri að valda ónæði.

Maður­inn var far­inn þegar lög­reglu bar að en var ákveðið að bíða hans, hann bar að aft­ur um tíu­leytið og var þá á reiðhjóli, lög­regla gaf hon­um merki um að stöðva með góðum fyr­ir­vara en sinnti hann því ekki held­ur hjólaði á tals­verðum hraða á lög­regluþjón­inn með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Maður­inn var skömmu síðar hand­tek­inn og færður til yf­ir­heyrslu, en hann er tal­inn eiga við and­lega erfiðleika að etja. Hon­um var sleppt nú síðdeg­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert