Mikið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í kvöld

Slökkviliðið að störfum við Seljaveg.
Slökkviliðið að störfum við Seljaveg. mbl.is/Júlíus

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Seljaveg í Reykjavík á 12. tímanum í kvöld. Eldurinn var í einu herbergi í húsinu og voru íbúar komnir út þegar slökkvilið kom á staðinn. Búið er að slökkva og unnið er að reykhreinsun. Mikið hefur verið að gera hjá slökkviliðinu í kvöld og hafa m.a. verið slökktir sinueldar í Hafnarfirði og víðar.

Að sögn varðstjóra hófust útköllin á kvöldvaktinni klukkan 20:03 í kvöld og hafa verið nánast stanslaus síðan. Meðal annars hafa verið slökktir sinueldar við Hrafnistu, Ásland, Setbergsland og við Krýsuvíkurveg.

Þá var slökkvilið kallað til þegar eldur kom upp í bíl, sem stóð á bílastæði við Flugvallarveg. Tveir menn voru fluttir á sjúkrahús talsvert slasaðir en ekki er vitað nánar um tildrögin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert