Passíusálmar lesnir víða um land

Frá lestri Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í dag
Frá lestri Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í dag mbl.is/Ómar Óskarsson

Passíusálmarnir eru lesnir upp víða í kirkjum í dag. Í Hallgrímskirkju hófst lestur sálmanna klukkan 13:30 og stendur til klukkan sjö í kvöld. Það eru leikararnir Arnar Jónsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Grétar Einarsson og Ragnheiður Steinþórsdóttir sem skipta á milli sín lestrinum. Björn Steinar Sólbergsson stjórnar tónlistarflutningi, en tónlist eftir Jóhann Sebastian Bach og Dietrich Buxtehude er flutt milli lestra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert