Lögreglan hóf eftirför þegar ökumaður er mældist á hundrað km hraða á Reykjanesbraut í nótt sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Eftir að hafa ekið utan í bíl á gatnamótum og upp á umferðareyju á Lækjargötu í Hafnarfirði stöðvaði ökumaðurinn bíl sinn, þar sem sprungið var á báðum framhjólum, og reyndi á flýja á hlaupum. Hann náðist skammt frá inni í húsagarði.
Um svipað leyti bar það við í Lækjargötu í Reykjavík að lögreglumenn urðu varir við grunsamlegt ökulag bifreiðar sem skyndilega var beygt upp í Þingholtin. Er lögregla elti bílinn var hann stöðvaður og út úr honum hlupu fimm menn sem allir náðust. Allir reyndust þeir ölvaðir, en enginn þeirra viðurkenndi að hafa verið undir stýri. Þeir gista nú fangageymslur og bíða yfirheyrslu.
Þá greindi lögreglan frá því að í gær hafi tveir menn meiðst er þeir voru að sniffa gas í bíl, að því er talið er, og kveiktuð sér síðan í sígarettum á eftir. Brenndust þeir á andliti og höndum.
Nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt, og vatnar lítið upp á að fangageymslur séu fullar.