Þekking mikilvægt framlag til lausnar loftslagsvandans

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra
Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra

„Loftslagsvandinn er eitt stærsta umhverfismál samtímans. Þetta er jafnframt það mál sem mun hafa mest áhrif fyrir komandi kynslóðir,“ segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra um nýja skýrslu sérfræðinefndar SÞ.

„Loftslagsvandinn liggur í brennslu jarðefnaeldsneytis, olíu, kola og jarðgass. Það kallar á gildi þess annars vegar að spara orkuna og hins vegar að stuðla að notkun endurnýjanlegra orkugjafa af ýmsum toga. Þessi áhersla á endurnýjanlega orku áréttar þau tækifæri sem við höfum fyrir útrás á íslensku hugviti og tækniþekkingu á sviði jarðvarma,“ segir Jónína og tekur fram að hún telji þá útrás eitt stærsta framlag Íslendinga til að vinna á loftslagsvandanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert