Vöðuselskópar við Suður-Grænland

Vöðuselskópur flatmagar á ísnum við suðurhluta Grænlands.
Vöðuselskópur flatmagar á ísnum við suðurhluta Grænlands. mbl.is/Baldvin Kristjánsson

Leiðangursmenn á vegum íslensks skólaverkefni undir merkjum Alþjóða heimskautaársins rákust á hvíta vöðuselselskópa við Suður Grænland um páskana. Slíkt þykir heldur óvenjulegt þar sem urturnar kæpa venjulega á ísnum úti af Nýfundnalandi. Lagnaðarísinn við strendur Kanada hefur hinsvegar verið lélegur í vetur og er það mögulega orsökin fyrir því að urturnar kæpa nú við Grænland.

Fyrir páska bárust einnig fréttir af því frá Austur-Grænlandi, að ísbirnir hefðu gert áhlaup á hóp skólabarna sem var á ferðalagi, en nærstaddur veiðimaður kom börnunum til bjargar. Ísbirnirnir á austurströndinni þykja svangir og þar sem nú er líka kominn veiðikvóti á stofninn, gerast þeir mun nærgöngulli en áður við bæina.

Vefsíða hreindýraverkefnisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert