Alcan á Íslandi mun íhuga hvort til greina komi að reisa álver á Keilisnesi eftir að Hafnfirðingar felldu stækkun í Straumsvík í atkvæðagreiðslu. Ríkið á land í Keilisnesi og þar er skipulagt iðnaðarsvæði en í fréttum Útvarpsins í dag var haft eftir Róbert Ragnarssyni, bæjarstjóra í Vogum, að komið hafi til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnes sem iðnaðarlóð.