Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum í Faxaflóa

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í dag að handfærabáti að meintum ólöglegum veiðum inni á friðunarsvæði í Faxaflóa. Löggæslumenn frá varðskipinu fóru um borð í bátinn og athuguðu skipsskjöl og afla og tóku skýrslu af skipstjóranum.

Í framhaldi af því var skipstjóranum gert að halda til hafnar í Reykjavík þar sem lögregla höfuðborgarsvæðisins tók á móti honum. Kæra verður send frá Landhelgisgæslunni til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, að því er Landhelgisgæslan segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka