Nær að sprengja Ísland en Íran

Það væri miklu nær að sprengja Ísland en Íran, segir …
Það væri miklu nær að sprengja Ísland en Íran, segir bandarískur háskólaprófessor. mbl.is/Þorkell

Stjórn­mála­fræðipró­fess­or við Princet­on­há­skóla í New Jers­ey skrif­ar í dag háðsádeilu­grein á vef skól­ans þar sem hann legg­ur til að í stað þess að gera sprengju­árás á Íran, sem gæti orðið snúið mál, ætti Banda­ríkja­her frek­ar að sprengja Ísland í tætl­ur. Seg­ir hann að slík­ur hernaður gæti rutt nú­tím­an­um braut á Íslandi, verið hag­felld­ur fyr­ir banda­ríska hag­kerfið, sýnt fram á hernaðarmátt Banda­ríkj­anna og sé mun ódýr­ari en hernaður í Íran.

Pró­fess­or­inn, Uwe E. Rein­h­ar­dt, seg­ir að banda­ríska íhalds­menn langi til að sprengja Íran en það væri mun betri hug­mynd að sprengja Ísland.

„Hvers vegna Ísland, af öll­um stöðum?" spyr pró­fess­or­inn. „Hvers vegna ekki eitt­hvað annað land, svo sem Pak­ist­an eða Nepal. Ég skal rök­styðja það. Í fyrsta lagi er Ísland ákjós­an­legt skot­mark. Annað hvort hitt­ir maður það eða maður hitt­ir sjó­inn. Þetta er ekki svona ein­falt ef verið er að sprengja á svæðum þar sem öll lönd líta eins út úr lofti. Ef varpað er sprengj­um á lönd, sem Banda­ríkja­menn eiga ekki í stríði við, gætu þau mis­skilið til­gang­inn og, það sem verra er, kallað fram yggli­brún­ina á Condo­leezzu Rice.

Í öðru lagi er Ísland mun nær en Íran. Flug­menn­irn­ir okk­ar gætu lagt af stað um morg­un­inn, sprengt Ísland um há­degi, flogið til Eng­lands og skroppið í leik­hús eða á krá um kvöldið, hlaðið vélar­arn­ar næsta dag með her­gögn­um sem hinn hjálp­sami Tony Bla­ir geym­ir fyr­ir okk­ur, sprengt Ísland aft­ur á heim­leiðinni og verið komn­ir heim fyr­ir kvöld­mat. Þetta er hag­kvæm aðferð til að stunda stríð," seg­ir Rein­h­ar­dt.

Hann fær­ir frek­ari rök fyr­ir þess­um hernaði og bæt­ir við, að í kjöl­farið væri hægt að veita Íslandi upp­bygg­ing­ar­styrk, t.d. 274% af 14 millj­arða dala lands­fram­leiðslu Íslands en slík upp­hæð sé smá­mun­ir í Banda­ríkj­un­um. Síðan væri hægt að byggja ná­kvæma eft­ir­lík­ingu af Reykja­vík eins og hún var fyr­ir sprengju­árás­irn­ar en nota banda­rísk­an efnivið. Þá fengju banda­rísk fyr­ir­tæki, svo sem Halli­burt­on eða Bechtel, einka­rétt á að end­ur­byggja Reykja­vík og reisa risa­stórt sprengju­skýli í fjöll­un­um sunn­an við Reykja­vík fyr­ir árás­ina til að skýla íbú­um og ómet­an­leg­um lista­verk­um Íslands fyr­ir sprengjuregn­inu. Þetta myndi hækka hagnað fyr­ir­tækj­anna og gengi hluta­bréfa þeirra og hlut­haf­arn­ir myndu launa for­stjór­un­um með enn hærri launatékk­um. „Eins og The Wall Street Journal myndi segja: Auk­inn gróði ger­ir Am­er­íku öfl­ugri," seg­ir pró­fess­or­inn.

Þá seg­ir Rein­h­ar­dt, að stríð á Íslandi væri mjög heppi­legt frá sjón­ar­hóli banda­rískra fjöl­miðla, sem gætu sent frétta­menn til Reykja­vík­ur áður en árás­in hæf­ist og lýst sprengjuregn­inu í smá­atriðum.

„Við verðum að viður­kenna, að þótt við séum friðsöm þjóð sem vill aðeins flytja frá­bæra lífs­hætti okk­ar til annarra landa þá þykir okk­ur gam­an að offors- og ógn­ar­árása­sjón­varps­efn­inu okk­ar. Það væri jafn­vel hægt að gera offors- og ógn­ar­árás á Ísland meira spenn­andi en American Idol."

Lokarök­in fyr­ir árás­inni á Ísland seg­ir pró­fess­or­inn vera þau, að hægt væri að fá önn­ur ríki, svo sem Jap­an og Kína, til að fjár­magna aðgerðirn­ar eins og þau hafi fjár­magnað aðgerðir Banda­ríkj­anna í Af­gan­ist­an. Hugs­an­lega þurfi börn nú­ver­andi banda­rískra skatt­borg­ara að borga er­lendu skuld­irn­ar ein­hvern tím­ann síðar en krakk­ar hafi ekki kosn­inga­rétt og því þurfi ekki að taka til­lit til þeirra þegar op­in­ber út­gjöld Banda­ríkj­anna eru ákveðin.

Grein Uwe E. Rein­h­ar­dts

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert