10% landsmanna læknar árið 2030?

Samtök atvinnulífsins kynntu í dag niðurstöður rannsóknar sem Námsmatsstofnun gerði fyrir samtökin um hugmyndir 15 ára unglinga um framtíðarstörf sín. Niðurstöðurnar byggja á svörum ungmenna árin 2000, 2003 og 2006 og ættu að gefa góða mynd af væntingum þeirra sem ráðandi verða í íslensku þjóðfélagi eftir 20 ár.

Stúlkur sækjast æ meira mæli í sérfræðistörf, helmingur drengja segjast stefna á sérfræðistarf. En 65% stúlkna nefndu á síðasta ári sérfræðistörf miðað við 58% árið 2000. Aðeins 14% Íslendinga gegna nú störfum sem falla í þennan flokk.

En innan sérfræðistarfa eru aðeins fáein störf sem virðast höfða til íslenskra ungmenna. 10% þeirra segjast vilja verða læknar, og 7% arkitektar. Af sérfræðistörfum eru átta störf langvinsælust, en 2/3 þeirra sem svöruðu segjast ætla að verða læknar, arkitektar, sálfræðingar, viðskiptafræðingar, lögfræðingar, leikstjórar, leikarar eða grunnskólakennarar.

Ef hugmyndir ungmennanna ganga eftir er hætt við að mikið starfsfólk muni vanta í ýmsar greinar einkum við almenn skrifstofustörf, og störf verkafólks, en einnig í ýmis önnur sérhæfð störf.

Áhugaleysi unglinganna gagnvart raungreinum er SA t.d. mikið áhyggjuefni, en augljósasta dæmið um þetta er ásókn í tölvufræði hvers konar, 12% drengja sögðust hyggja á slíkt nám árið 2000 en aðeins 2% nefna það nú. Áhugi stúlkna á tölvunarfræði mælist vart lengur en var 2% fyrir sex árum.

Samtök atvinnulífsins telja niðutstöðurnar áhugaverðar en segja þær jafnframt áhyggjuefni og kalli á breyttar áherslur í atvinulífinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert