200–250 manns bíða eftir hjartaþræðingu

eftir Hjálmar Jónsson

hjalmar@mbl.is

Á þriðja hundrað manns bíður nú eftir hjartaþræðingu á hjartadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og hafa biðlistar eftir hjartaþræðingu verið með svipuðum hætti undanfarin ár.

Það getur þýtt 5–6 mánaða bið eftir hjartaþræðingu nema um bráðatilvik sé að ræða og segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild LSH, þetta ástand óviðunandi.

Gestur sagði að undanfarið hefðu á bilinu 200–250 manns verið á biðlista eftir hjartaþræðingu lengst af og þannig hefði það verið síðustu árin. Fyrir nokkrum árum hefði biðlistinn verið orðinn mjög stuttur, en þá hefði verið brugðið á það ráð að stöðva þræðingar að sumri til vegna skorts á aðstöðu og starfsfólki. Þá hefði listinn lengst aftur og ekki náðst niður að ráði síðan.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert