Biður þjóðina afsökunar

Eft­ir Friðrik Ársæls­son fri­drik@mbl.is
„Ég hef ætíð haft mikl­ar mæt­ur á Íslandi og þið væruð síðasta þjóðin sem ég mundi vilja sjá sprengj­um varpað á," seg­ir Uwe E. Rein­h­ar­dt, pró­fess­or í stjórn­mála­hag­fræði við Princet­on-há­skóla í New Jers­ey.

Grein Rein­h­ar­dts „Sprengj­um Ísland í stað Írans" birt­ist á vefn­um dailyprincet­oni­an.com í gær og vakti mikla at­hygli hér á landi. Grein­in er í raun harðorð háðsádeila á ut­an­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna. Þar sting­ur Rein­h­ar­dt upp á því að stað þess að gera sprengju­árás á Íran, sem gæti orðið snúið mál, ætti Banda­ríkja­her frek­ar að varpa sprengj­um á höfuðstað Íslands, Reykja­vík. Seg­ir hann að slík­ur hernaður gæti rutt nú­tím­an­um braut á Íslandi, verið hag­felld­ur fyr­ir banda­ríska hag­kerfið, sýnt fram á hernaðarmátt Banda­ríkj­anna auk þess sem aðgerðin yrði mun ódýr­ari en hernaður í Íran.

„Ég var að vísu viðbú­inn árás­um samlanda minna úr röðum nýí­halds­manna en það hvarflaði ekki að mér að Íslend­ing­ar læsu grein mína spjald­anna á milli, jafn­vel áður en nem­end­ur mín­ir við há­skól­ann hefðu gefið sér tíma til þess," seg­ir Rein­h­ar­dt.

Rein­h­ar­dt seg­ist hafa fengið á milli 50 og 80 svar­bréf við grein­inni. Í mörg­um bréf­anna sé farið fögr­um orðum um háðsádeil­una og und­ir hana tekið, en í öðrum hafi Íslend­ing­ar böl­sót­ast út í hann og orðalag sumra bréf­anna hafi verið mjög dóna­legt, allt að því ógn­andi. Rein­h­ar­dt seg­ir að einn þeirra sem svöruðu grein hans hafi gengið svo langt að rita hon­um skeyti með fyr­ir­sögn­inni „Ég drep þig". „Þetta viðhorf kom mér spánskt fyr­ir sjón­ir og mér finnst það mjög óís­lenskt," seg­ir Rein­h­ar­dt og bæt­ir við að hann muni ekki birta grein­ina á öðrum vett­vangi enda eigi hann þá á hættu að eig­in­kon­an muni neyða hann til að sofa í bíl­skúrn­um.

Nán­ar er fjallað um þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert