Margir frídagar

Íslendingar njóta 15 frídaga á ári, auk sumar- og vetrarleyfa, og eru það aðeins Ítalir sem slá okkur við í Evrópu í þessum efnum. Hjá þeim eru þeir 16, að sögn breska blaðsins The Guardian. Spánverjar eru á hælunum á okkur með 14.

Blaðið segir Breta vera algera eftirbáta þessara þjóða, frídagarnir séu aðeins átta í Englandi og Wales, níu í Skotlandi og 10 á Norður-Írlandi.

Englandsbanki setti á sínum tíma reglur um fasta frídaga, "bank holidays". The Guardian segir að bankinn hafi framan af veitt starfsmönnum alls 33 frídaga, einkum í tengslum við dýrlingadaga og ýmsar trúarhátíðir. En árið 1834 var frídögunum fækkað í aðeins fjóra.

Árið 1971 fjölgaði þó frídögunum með nýjum bankalögum í sex. Samkvæmt konunglegri tilskipun teljast nýársdagur og 1. maí líka vera lögboðnir frídagar. Í Englandi og Wales eru föstudagurinn langi og jóladagur einnig frídagar samkvæmt landslögum en ekki tilskipun drottningar/konungs. Skotar njóta þess síðan að hafa dag heilags Andrésar og á N-Írlandi er haldið upp á dag heilags Patreks. Það gera kaþólikkar en mótmælendur halda upp á afmæli orrustunnar við Boyne.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert