Vilja skýringar á mikilli þorskgengd

Útvegsmannafélag Vestfjarða hefur sent Hafrannsóknastofnun áskorun þar sem segir að óvenjulega góð aflabrögð í þorskveiðum að undanförnu veki spurningar um hvaða fiskur er hér á ferð, hvaðan hann komi og hvort um Grænlandsgöngu kunni að vera að ræða.

Þá vakni ennfremur sú spurning, hvort þessi fiskur sé talinn með í mati Hafrannsóknastofnunarinnar á stærð þorskstofnsins. Hvetur Útvegsmannafélag Vestfjarða Hafrannsóknastofnun til að beita öllum tiltækum ráðum til að leita svara við þessum spurningum áður en ný fiskveiðiráðgjöf verður birt í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert