Yoko Ono enn stödd á Íslandi

Yoko Ono er stödd á Íslandi ásamt fylgdarliði vegna undirbúnings við uppsetningu listaverks hennar, Friðarsúlunnar, sem verður í Viðey. Í þessari ferð Ono er listaverkið prufukeyrt, mismunandi útfærslur prófaðar og tilraunir gerðar með ljósgjafa sem notast er við en listaverkið er ljóssúla sem lýsir beint upp í himin. Listaverkið sem listakonan kynnti í október síðastliðnum, er ljóssúla sem lýsir um 20 metra upp í himininn.

Ono lenti í nótt og verður hér fram á morgun, samkvæmt heimildum Fréttavefs Morgunblaðsins,en ekki er ljóst hversu margir eru með henni í för. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til landsins á stuttum tíma en hún var hér fyrir um hálfum mánuði við undirbúning listaverksins en þá gekk hann ekki sem skyldi. Áætlað er að vígja listaverkið á afmælisdegi Johns Lennons þann 9. október næstkomandi.

Listakonan er hér á eigin vegum og greiðir ferðakostnaðinn sjálf, en þess má geta að Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg greiða um 30 milljónir fyrir Friðarsúlu Ono en búast má við viðbótarkostnaði vegna uppsetningu verksins og fleira. Sá kostnaður liggur þó ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert