Afgreiðslutími Sorpu ekki virtur

Brögð eru að því að afgreiðslutími Sorpu sé ekki virtur og fólk skilji úrgang eftir fyrir utan stöðvarnar. Ásmundur Reykdal, rekstrarstjóri Sorpu, segir þetta helst áberandi á hátíðisdögum eins og um páska. "Fólk virðir ekki afgreiðslutíma hjá okkur og heldur að það geti hagað sér eins og því sýnist," segir hann.

Sorpa er opin alla daga ársins nema á hátíðisdögum, frá klukkan 12:00 til 19:30 á virkum dögum og 10:00 til 18:00 um helgar. Ásmundur segir að flestum þyki þetta rúmur tími en engu að síður sé fólk stundum ótrúlega óforskammað. Ástandið hafi batnað með árunum en það sé samt ekki gott og eitt tilvik sé einu of mikið.

Almenningur þarf að greiða fyrir úrgang sem ekki flokkast undir daglegan heimilisrekstur. Ásmundur telur að fólk setji gjaldið ekki fyrir sig heldur sé frekar um hugsunarleysi gagnvart þjónustunni að ræða. Hins vegar þurfi að fara eftir ákveðnum leikreglum og þeir sem ekki hlíti þessum reglum varðandi Sorpu séu sjálfum sér til skammar. "Menn eiga ekki að gera svona," segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert